Helga Björg Gísladóttir hefur verið ráðin framkvæmdarstjóri Dansíþróttasambandsins og tekur hún strax til starfa.
Helga Björg hefur setið í stjórn DSÍ á fjórða ár og er nú á sínu þriðja ári sem formaður sambandsins.

Á þessum tímamótum vill Dansíþróttasambandið þakka Bergrúnu Stefánsdóttur fráfarandi framkvæmdarstjóra fyrir gott og traust samstarf á liðnum árum. Bergrún vann til að mynda framúrskarandi og óeigingjarnt verk fyrir sambandið á miklum umrótstímum (Covid) þar sem hún leysti sín verk af kostgæfni og óskum við henni velgengni á nýjum vettvangi.