Dansíþróttasamband Íslands hefur kosið Nicolo Barbizi og Söru Rós Jakobsdóttur frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar sem Dansíþróttapar ársins 2023.
Þau eru búsett í Danmörku og á Íslandi þar sem þau stunda æfingar og ferðast á danskeppnir um Evrópu og víðar um heiminn. Þau keppa fyrir Íslands hönd og eru meðlimir í Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar.
Árið 2023 hefur verið viðburðarríkt hjá Nicolo Barbizi og Söru Rós Jakobsdóttur. Þau hafa reglulega keppt á opnum mótum erlendis fyrir Íslands hönd með góðum árangri ásamt alþjóðlegum stórmótum WDSF, en þau unnu sér keppnisrétt í öllum 3 greinunum, Standard, Latin og 10 dönsum, á Heims- og Evrópumeistaramót. Því miður hafa engin Evrópumeistaramót verið haldin á árinu, fyrir utan EM Standard. Hér fyrir neðan er samantekt af þeirra besta árangri ársins:
Íslandsmeistarar í Latin dönsum
Íslandsmeistarar í 10 dönsum
8. sæti á HM 10 dansa WDSF (aðeins 0.582 stigum frá að ná inn í úrslit samkvæmt einkunnakerfi WDSF)
1. sæti Open 10 dance í Maison-Laffite í Frakklandi
1. sæti WDSF Open 10 dance í Cambrils á Spáni
20. sæti EM Standard WDSF í Vilnius, Litháen
37. sæti HM Standard WDSF í Wuxi, Kína
38. sæti HM Latin WDSF í Sibiu, Rúmeníu
2. sæti WDSF International Open Standard í Osaka, Japan
2. sæti WDSF Open Latin í Osaka, Japan
5. sæti WDSF International Open Standard í Riga, Lettlandi
5. sæti WDSF International Open Latin í Riga, Lettlandi
Einnig hafa þau keppt á fleiri opnum WDSF mótum á árinu og komist nokkrum sinnum í úrslit og undanúrslit í fjölmennum hópi erlendra danspara.
Stjórn DSÍ óskar dansíþróttapari ársins 2023 sem og öllum pörum sem tilnefnd voru til hamingju með árangurinn og bjarta framtíð