Nýverið kepptu Alexander Karl og Lena Guðrún Tamara á Evrópumóti ungmenna í 10 dönsum í Kosice, Slóvakíu þau stóðu sig mjög vel og náðu 25. Sæti
þau eru á fyrsta ári í ungmennum og því framtíðin björt.
Nýverið fór einnig fram heimsmeistaramót 10 dansa í unglingum II WDSF í Bremen. Eden og Freyja dönsuðu mjög vel i þessari keppni og sigldu örugglega inní 24 para úrslit og enduðu í 21. Sæti sem er flottur árangur og gefur góð fyrirheit fyrir framtíðina.
Eden og Freyja tóku svo þátt i Bremen Open á sunnudeginum og stóðu sig frábærlega, það voru 40 pör sem hófu leik og Eden og Freyja voru næst inní Undan-úrslit í Ballroom dönsum og enduðu i 13. Sæti, aðeins nokkrum krossum frà því að komast i undanúrslit. Þau tóku einnig þátt í latin og náðu þar í undanúrslit og lentu í 10 sæti.