Dansþing Dansíþróttasambands Íslands fór fram í fundasal ÍSÍ í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, mánudaginn 22. maí. Alls 51 þingfulltrúar frá 5 félögum hafa rétt til setu á þinginu, en 41 þeirra mættu á þingið. Farið var yfir hefðbundin þingstörf.
Tillaga um endurnýjaða afreksstefnu sambandsins 2023-2028 var kynnt samþykkt. Nánari upplýsingar um þær má finna hér.
Kosið var um tvo stjórnarmenn í aðalstjórn að þessu sinni. Ólafur Már Hreinsson og Atli Már sigurðsson voru kjörnir til 2 ára en þeir sátu fyrir í stjórn. Helga Björg Gísladóttir var kjörin nýr formaður DSÍ en hún sat fyrir í stjórn.Kara Arngrímsdóttir er á seinna ári sínu í stjórn en Svava H Friðgeirsdóttir var kjörin í aðalstjórn til 1 árs. Nýjir varamenn voru kjörni og voru þeir Árni Sigurgeirsson og Þórunn Anna Ólafsdóttir kjörin til 1 árs. Stjórn þakkaði þeim Magnúsi Ingólfssoni og Jóhanni Gunnari Arnarsyni fyrir sína setu í stjórn.