Á síðastliðinni helgi voru ýmis mót á dagskrá.

Heimsmeistaramót WDSF junior II í 10 dönsum fór fram um helgina. Þar voru þau Viðar Snær Hilmarsson og Hrafnhildur Eva Davíðsdóttir sem dönsuðu vel fyrir hönd Íslands. Óskum þeim til hamingju

Um helgina fór einnig fram World Open í Assen Hollandi. Þar dönsuðu íslensk pör vel og náður frábærum árangri

Þau pör sem náðu á pall voru

Alex og Ekaterina en þau urðu í 3. Sæti í fullorðnum Amateur ballroom

Pétur og Polina náðu 9. Sæti í fullorðnum amateur latín

Aðalheiður Ósk náði 2. Sæti í open world u16 ballroom solo.

Aldas og Demi og Felix og Isabel tóku þátt í Youth Team match ásamt Ítalíu og voru í 2. sæti

Pörin öll frá Íslandi stóðu sig frábærlega en hægt er að finna úrslitin hér https://dansinternationaal.nl/competition/results-2022

Um helgina fór einnig fram London open þar sem íslensk pör dönsuðu einnig mjög vel. Kjartan Óli og Bára Líf náðu 1. Sæti í U14 Ballroom og latín. Hildur Lóa náði í U10 ballroom sóló 1. sæti og 2 sæti í latinog. Lena Guðrún náði 3. Sæti U14 latin sóló og 3. sæti U16 latin sóló og 2. sætið U19 latin sóló – 4. sætiRumba/chacha sóló – 3. sæti U14 Ballroom sóló – 4. sætiU16 Ballroom sóló – 4. sæti