ÍSÍ og sóttvarnaryfirvöld hafa nú samþykkt nýjar sóttvarnarreglur DSÍ. Þar eru helstu breytingar

  • Heimilt verður að hafa að hámarki 75 þátttakendur í hverju rými á æfingum og í keppni.
  • Heimilt verður að hafa að hámarki 150 manns í hverju rými á áhorfendasvæðum að uppfylltum skilyrðum skv. 3. grein reglugerðar heilbrigðisráðherra og að hámarki þrjú rými fyrir áhorfendur í hverri byggingu. Skilyrðin eru eftirfarandi:  Allir gestir séu sitjandi og ekki andspænis hver öðrum. Allir gestir séu skráðir í númeruð sæti, a.m.k. nafn, kennitala og símanúmer. Skráin skal varðveitt í tvær vikur og eytt að þeim tíma liðnum. Allir gestir noti andlitsgrímu nema þegar neytt er drykkjar- eða neysluvöru. Tryggt sé að fjarlægð milli ótengdra gesta sé a.m.k. 1 metri.  Komið verði eins og kostur er í veg fyrir frekari hópamyndun fyrir viðburð, í hléi og eftir viðburð. Skipuleggjendum viðburða er skylt að tryggja þegar gestir eru ekki í sætum, svo sem fyrir og eftir viðburð og í hléi, að ekki komi fleiri saman en 50 manns og að virt sé 2 metra nálægðartakmörkun milli ótengdra aðila. Þrátt fyrir að heimilt sé að hafa hlé á viðburðum skal biðja gesti um að halda kyrru fyrir í sætum sínum. Þá er sala eða boð um veitingar ekki heimil í hléi. Umgengni í hverju hólfi skal vera í samræmi við leiðbeiningar sóttvarnalæknis þar að lútandi svo koma megi í veg fyrir blöndun hólfa. 

            Sé eitthvert ofangreindra skilyrða ekki uppfyllt er hámarksfjöldi á viðburði 50 manns í hverju rými.Gæta þarf að tveggja metra lágmarksfjarlægð og nota grímur sé ekki hægt að tryggja hana.

Vinsamlegast kynnið ykkur reglurnar og fylgið til að minnka smithættu á covid-19. 

https://dsi.is/wp-content/uploads/2021/05/COVID-19-leidbeiningar-fyrir-sersambond-ISI_maiDSI.pdf

Hér má finna lista yfir sóttvarnarfulltrúa félaganna

HK: Heiðrún Svanhvít Níelsdóttir, heidrun@iod.is

DÍK: Edgar Konráð Gapunay, dansari@internet.is

DR: Kara Arngrímsdóttir, kara@dansskoli.is

DFB: Ragnar Sverrisson, raggidans@hotmail.com

HVÖNN: Tinna Karen Guðbjartsdóttir, tinna@hvonn.is

DÍH: Auður Haraldsdóttir, dihdans@simnet.is

Dansfélagið Rúbín: Nikita Bazev, Danceroyal@mail.com