Um helgina fóru fram Reykjavíkurleikarnir í samkvæmisdansi. Leikarnir voru haldnir í Kórnum Kópavogi og þar stigu glæsileg pör fallega dansa. Mótinu var streymt í beinu streymi þar sem áhorfendur voru því miður ekki í húsinu að þessu sinni og sýndi RÚV frá fjórum úrslitum um kvöldið.
Sara Rós Jakobsdóttir og Nicolo Barbizi urðu hlutskörpust á leikunum og náðu þau að sigra í suður-amerískum dönsum sem og í standard dönsum og fengu þau verðlaunagrip Reykjavíkurleikanna. Glæsilegur árangur dansíþróttapars ársins 2020. En Andri Stefánsson frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands afhenti þeim bikarana sem þau fengu fyrir að hafa verið valin dansíþróttapar ársins 2020.
Helstu úrslit voru þessi:
Suður amerískir dansar
1.Nicolo Barbizi – Sara Rós Jakobsdóttir Dansíþróttafélag Hafnafjarðar
2.Aron Logi Hrannarsson – Rósa Kristín Hafsteinsdóttir Dansdeild HK
3. Felix Einarsson – Demi Van Den Berg Dansíþróttafélag Kópavogs
4. Ivan Coric – Svandís Ósk Einarsdóttir Dansdeild HK
5. Ingólfur Bjartur Magnússon – Auður Elín Gústavsdóttir Dansfélagið Hvönn
6. Bragi Geir Bjarnason – Magdalena Eyjólfsdóttir Dansíþróttafélag Kópavogs
7. Hilmar Már Sigurpálsson – Freydís María Sigurðardóttir Dansdeild HK
Mynd. Jón Svavarsson Mynd Jón Svavarsson Mynd Jón Svavarsson
Standard dansar
1. Nicolo Barbizi – Sara Rós Jakobsdóttir Dansíþróttafélag Hafnafjarðar
2. Gylfi Már Hrafnsson – María Tinna Hauksdóttir Dansdeild HK
3. Daníel Sverrir Guðbjörnsson – Sóley Ósk Hilmarsdóttir Dansíþróttafélag Kópavogs
4. Finnur Hugi Finnsson – Ásta María Armesto Nuevo Dansíþróttafélag Kópavogs
5. Gabríel Leó Ívarsson – Sandra Diljá Kristinsdóttir Dansíþróttafélag Kópavogs
6. Ingólfur Bjartur Magnússon – Auður Elín Gústavsdóttir Dansfélagið Hvönn
Mynd Jón Svavarsson Mynd Jón Svavarsson Mynd Jón Svavarsson
Frekari úrslit má einnig finna hér