Dansíþróttasamband Íslands hefur kosið Nikita Bazev og Hönnu Rún Óladóttur Bazev frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar sem Dansíþróttapar ársins 2025.
Þau dansa í flokki fullorðinna atvinnumanna í latin dönsum.
Árið 2025 hefur verið viðburðarríkt hjá Nikita og Hönnu Rún og þeirra helsti árangur þessa árs er eftirfarandi:
– Íslandsmeistarar í latin dönsum atvinnumanna
– 3. sæti á evrópumeistaramóti WDSF
– 5. sæti á heimsmeistaramóti WDSF
– 1. sæti á heimslista í sínum flokki, sitja í dag í 2. sæti þar með 5.428 stig.
Stjórn DSÍ óskar dansíþróttapari ársins 2025 sem og öllum pörum sem tilnefnd voru til hamingju með árangurinn og bjarta framtíð