Dansparið Nikita Bazev og Hanna Rún Bazev Óladóttir eru komin í efsta sæti á stigalista hjá Alþjóða Dansíþróttasambandinu WDSF eftir keppni þeirra á Opnu alþjóðlegu dansmóti í flokki atvinnumanna í suður amerískum dönsum. Mótið var haldið í Róm 3. október síðastliðinn.

Þetta er í fyrsta skipti sem að íslenskt danspar nær þessum áfanga.
Við óskum Nikita og Hönnu hjartanlega til hamingju með þetta glæsilega afrek og fylgjumst spennt með áframhaldandi frábærum árangri þeirra.