Dansíþróttaparið Nikita Bazev og Hanna Rún Óladóttir Bazev náðu í bronsið fyrir Ísland í suður amerískum dönsum á Super Grand Prix keppni WDSF sem haldin var í Blackpool Englandi í gær. Þau keppa í atvinnumannaflokki. Þau stefna á Heimsleikana hjá WDSF í sumar sem haldnir eru á 4 ára fresti og aðeins 16 bestu úr flokki áhugamanna og atvinnumanna komast á þá.