Dansíþróttasamband Íslands hefur kosið Nicolo Barbizi og Söru Rós Jakobsdóttur frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar sem Dansíþróttapar ársins 2024.

Árið 2024 hefur verið viðburðarríkt hjá Nicolo Barbizi og Söru Rós Jakobsdóttur. Þau hafa reglulega keppt á opnum mótum erlendis fyrir Íslands hönd með góðum árangri ásamt alþjóðlegum stórmótum WDSF, en þau unnu sér inn réttinn á HM og EM í Standard, Latin og 10 dönsum með því að verða íslandsmeistarar í öllum greinunum í fullorðinsflokki. Hápunktur ársins 2024 hjá dansparinu var að ná alla leið inn í úrslit á Evrópumeistaramótinu í 10 dönsum í Krakow, sem er framúrskarandi árangur fyrir dansíþróttina á Íslandi. Hér fyrir neðan er samantekt af þeirra helsta árangri ársins:

Íslandsmeistara í Standard dönsum
Íslandsmeistarar í Latin dönsum
Íslandsmeistarar í 10 dönsum
6. sæti á EM 10 dansa WDSF í Krakow, Póllandi
8.sæti á HM 10 dansa WDSF í Yerevan, Armeníu
26. sæti EM Standard WDSF í Chisinau, Moldavíu
35. sæti HM Standard WDSF í Leipzig, Þýskalandi
29. sæti HM Latin WDSF í Wuxi, Kína

Dansíþróttasamband Íslands óskar þeim til hamingju með titilinn.