Nú um helgina fer fram Heimsmeistaramót WDSF í flokki unglinga II standard. Ísland á 4 fulltrúa á því móti sem fram fer í Timisoara í Rúmení á morgun 14. september 2024. Þau Aron Davíð Óskarsson og Ísabella Erla Johnson og Gísli Svanur Reynisson og Auður Laufey Reynisdóttir munu etja kappi við helstu þjóðir heims á þessu móti. Góður hópur stuðningsmanna er með í för.
Hægt er að fylgjast með mótinu hér
https://www.facebook.com/Magnumteamtimisoara og hér https://www.facebook.com/TVRTimisoara
Óskum þeim góðs gengis og áfram Ísland

