Heimsmeistaramótið WDSF í latín dönsum junior II og fullorðnum

Nú á næstu dögum mun nokkuð stór hópur Íslendinga vera í Wuxi – Kína. Þar munu 8 einstaklingar taka þátt í heimsmeistaramóti WDSF í latín dönsum. Fulltrúar í hópnum junior II eru þau Gísli Svanur Reynisson og Auður Laufey Reynisdóttir, Aron Davíð Óskarsson og Ísabella Erla Johnson. Þau keppa 17. Júlí og hægt verður að fylgjast með í beinni hér

Horfa í beinni

Þau keppa einnig í opnum keppnum samhliða.

þann 19. Júlí fer fram heimsmeistaramót WDSF í latín dönsum fullorðinna. Fulltrúar Íslands á því móti eru þau Nicolo Barbizi og Sara Rós Jakobsdóttir, Björn Sverrir Ragnarsson og Birgitta Dröfn Björnsdóttir.

Það verður hægt að fylgjast með þeim einnig Hér

Óskum fulltrúum Íslands góðs gengis og segjum áfram Ísland 🇮🇸