Íslensk dansíþróttapör náðu frábærum árangri erlendis

Nú nýlega eru nokkur erlend mót búin að fara fram. Það er UK open í Englandi, WDSF International open á Ítalíu, Satolia Dance festival í Grikklandi.

Mörg íslensk pör kepptu á sterku mótunum og frábær árangur í heild einkenndi mótin.

UK open

Alex Freyr og Ekaterina náðu 3. sæti í fullorðnum Ballroom

Aron Logi og Eva Karen náðu 6. sæti í U21 latín

Baldwin og Bríana náðu 5. í latín og ballroom undir 10 ára.

Alex Óli og Ísabella náðu 6. sæti í ballroom

Fleiri íslensk pör kepptu og óskum við öllum pörum til hamingju með árangurinn

HÉR er hægt að skoða öll úrslit mótsins.

WDSF international Open

Þar kepptu þau Sara Rós og Nicolo og náðu þau 5. sætinu

HÉR er hægt að skoða úrslit mótsins

Satolia Dance festival

Þar kepptu þau Serxhjo Zyla og Marinela Zyla og náðu 3. sæti í fullorðnum Latin og 2. sæti í fullorðnum rising star latin

Til hamingju allir