Tvö keppnispör frá Eden Ólafsson og Freyja Örk Sigurðardóttir, Sebstian Ólafsson og Aðalheiður Ósk Stefánsdóttir, tóku þátt í sinni fyrstu Heimsmeistarakeppni Laugardaginn 10. desember síðastliðin.
Eden og Freyja komust í 36 para úrslit af 60 sterkustu pörum í heimi í þessum aldursflokki 14-15 ára WDSF og enduðu í 32. sæti.
Sebastian og Aðalheiður dönsuðu fyrstu umferð og milliriðils umferð og dönsuðu mjög vel.
Á sunnudeginum var svo opin keppni bæði í Ballroom og Latin þar sem 50 pör voru skráð til leiks í bæði Ballroom og Latin, Eden ogFreyja náðu í 18 sæti sem er flottur árangur.
Sebastian og Aðalheiður dönsuðu líka í opnu keppninni í Ballroom og dönsuðu einni mjög vel í þeirri keppni og náðu frábærum árangri.
Flottur árangur hjá þessum tveimur pörum og sýnir að við eigum fullt af frábærum og efnilegum krökkum sem geta náð langt í framtíðinni.