Dansíþróttasamband Íslands hefur kosið Nicolo Barbizi og Söru Rós Jakobsdóttur frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar sem dansíþróttapar ársins 2021.
Nicolò Barbizi og Sara Rós Jakobsdóttir hafa dansað saman frá því í janúar árið 2016. Þau eru búsett í Aarhus í Danmörku þar sem þau stunda æfingar og ferðast á danskeppnir um Evrópu og víðar um heiminn. Þau keppa fyrir Íslands hönd og eru meðlimir í Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar.
Keppnisárið 2021 var mjög óvanalegt hjá þeim vegna áhrifa COVID-19. Fyrrihluta ársins féllu nánast allar keppnir í heiminum niður, utan Íslands, Á Íslandi tókst að halda öll skipulögð dansmót, á árinu m.a. Íslandsmeistaramótin. Stóru dansmótin erlendis voru haldin í seinnipart ársins.
Nicolo og Sara kepptu í janúar á Lottó Open og RIG þar sem þau sigruðu bæði standard og latin í fullorðinsflokki. Þau urðu svo Íslandsmeistarar í latin dönsum í febrúar og 10 dönsum í mars, en gátu ekki þátt á Íslandsmeistaramótinu í standard dönsum vegna veikinda.
Í september hófust svo keppnir erlendis á ný, þau tóku þátt í WDSF Open í Plovdiv í Búlgaríu og komust þar alla leið í úrslit í báðum greinum, og enduðu í 6. sæti í latin og 5. sæti í standard.
Þau tóku þátt í eftirfarndi þremur stórmótum. EM í 10 dönsum í Kiev þar sem þau enduðu í 16. sæti, EM í Latin í Cagliari þar sem þau fengu 39. sætið, og HM í 10 dönsum í Elblag þar sem þau fengu 20. sætið. 6. nóvember tóku þau svo þátt í Lottó Open latin sem haldið var í Íþróttahúsinu við Strandgötu Hafnarfirði og Norðurlandameistaramóti í standard dönsum sem að haldið var 7. nóvember á sama stað. Þau sigruðu báða flokkana og eru því Norðurlandameistarar í standard dönsum. Nú bíða þau bara spennt eftir að næsta ár verði komið á fullt aftur í danskeppnum svo að mótin verði fleiri.
Stjórn DSÍ óskar dansíþróttapari ársins 2021 sem og öllum pörum sem tilnefnd voru til hamingju með árangurinn og bjarta framtíð