N´´u eru stór hópur frá Íslendinga staddur í Rúmeníu eða um 16 manns samtals. En það eru 4 pör að fara að keppa í 3 flokkum á heimsmeistaramóti WDSF. Flokkarnir eru Junior II latin, Youth 10 dansa og undir 21 latín. Eins er haldið opið mót samhliða þar sem pörin spreyta sig.
Pörin sem keppa á mótunum eru
Sverrir Þór og Ágústa Rut DFB
Dagur Máni og Fríða Kristín HK
Ingólfur Bjartur og Auður Elín HVÖNN
Friðrik Rafn og Rakel Birta HVÖNN
Pörin svöruðu nokkrum spurningum um sig að því tilefni
Sverrir og Ágústa
Nú eruð þið að fara á stórmót á vegum Dansíþróttasambands Íslands, hvernig eruð þið búin að vera æfa upp á síðkastið?
Við vorum í æfingabúðum núna í október í viðbót við okkar venjulega prógram.
Hvað finnst ykkur mikilvægt að gera á keppnisdegi?
Okkur finnst mikilvægt að hvílast vel nóttina fyrir keppnisdag og vakna tímanlega í undirbúning eins og förðun og hárgreiðslu. Við hugsum vel um næringu á keppnisdegi og að við séum vel stemmd.
Hvenær byrjuðuð þið að dansa?
Við byrjuðum að dansa á barnsaldri og höfum dansað saman í 5 ár.
Hver eru ykkar fyrirmyndir í dansinum?
Við eigum margar fyrirmyndir sem eru þá helst kennararnir okkar.
Nú eruð þið búin að keppa mikið erlendis, hvaða mótum hafið verið að keppa á?
Við kepptum í Blackpool í ágúst og á International í London í september.
Ef þið ættuð að ráðleggja ungum dansáhugamönnum, hverjar væru þær?
Hafa gaman og gera sitt besta og sýna hvort öðru virðingu.
Dagur Máni og Fríða
Nú eruð þið að fara á stórmót á vegum Dansíþróttasambands Íslands, hvernig eruð þið búin að vera æfa upp á síðkastið
Við erum að æfa sex sinnum í viku og hefur Fríða verið að einbeita sér að bakinu en Dagur að fótum og tónlist.
Hvað finnst ykkur mikilvægt að gera á keppnisdegi?
Hita vel upp, fara yfir það sem búið er verið að vinna í og borða vel til að vera með nóga orku.
Hvenær byrjuðuð þið að dansa?
Fríða byrjaði 2ja og hálfs í barnadönsum og hefur verið síðan með nokkrum pásum en Dagur byrjaði þegar hann var 10 ára. Við byrjuðum að dansa saman fyrir tveimur og hálfu ári síðan.
Hver eru ykkar fyrirmyndir í dansinum?
Fyrirmyndir Dags í dansinum eru Kristinn og Lilja en hjá Fríðu eru það Aron og Rósa sem æfa líka hjá HK.
Nú hafið þið keppt erlendis, hvaða mótum hafið verið að keppa á?
Við höfum tvisvar keppt saman erlendis, það var á NEC 2019 og svo í Essex 2020. Fyrir það höfðum við bæði farið til Blackpool með öðrum dansfélögum en svo hefur Fríða reyndar keppt oft erlendis með öðrum dansfélögum.
Ef þið ættuð að ráðleggja ungum dansáhugamönnum, hverjar væru þær?
Við myndum ráðleggja ungum dansáhugamönnum að gefast aldrei upp, vera dugleg að mæta á æfingar til að æfa sig.
Friðrik og Rakel
Ingólfur og Auður
Nú eruð þið að fara á stórmót á vegum Dansíþróttasambands Íslands, hvernig eruð þið búin að vera æfa upp á síðkastið?
Við erum búin að vera í hópæfingum 5x í viku auk einkatíma. Svo fórum við í æfingabúðir ásamt því að æfa okkur sjálf utan skipulagðra æfinga.
Hvað finnst ykkur mikilvægt að gera á keppnisdegi?
Vera vel úthvíld, vakna tímanlega til að undirbúa okkur og hita vel upp.
Hvenær byrjuðuð þið að dansa?
Ingólfur byrjaði í dansi 4 ára og Auður um 6 ára
Hver eru ykkar fyrirmyndir í dansinum?
Marius Iepure og Oti Mabuse, auk þjálfaranna okkar.
Nú eruð þið búin að keppa mikið erlendis, hvaða mót hafið verið að keppa á?
Við kepptum á Nec 2019 og svo hefur Ingólfur keppt bæði á Copenhagen Open og í París.
Ef þið ættuð að ráðleggja ungum dansáhugamönnum, hverjar væru þær?
Bera virðingu fyrir dansfélaganum, vera dugleg að æfa sig, ekki gefast upp og síðast en ekki síst að hafa gaman.
Við óskum öllum pörunum góðs gengis og sendum þeim góða strauma.
Væri gaman að fá að fylgjast með í instagram síðu Dansíþróttasambandsins á dsi_iceland í story.
Hægt er að fylgjast með mótunum hér