Íslensk danspör sópuðu að sér verðlaunum í Junior Blackpool dance festival 2021. Þeim gékk afbragsvel og má finna helstu úrslit að neðan:

úrslit 12. ágúst 2021.

Guðjón og Eva og Deniel og Erika HK dönsuðu í

Undanúrslitum í flokki 12-13 ára Foxtrot / Tango. Í flokki Unglinga undir 16 ára náðu þau í 24 para úrslit.

Sverrir og Ágústa DFB náðu í undanúrslit í Vínararvals hjá unglingum undir 16 ára en 40 pör hófu keppnina Magdalena og Helgi Daníel DÍH náðu í undanúrslit í Börnum Jive

Föstudagurinn 13. Ágúst í Blackpool

Íslensku dansararnir áttu gólfið og röðuðu inn verðlaunum.

Ísabella keppti í U8 í wals og quickstep og sigraði þann hóp. Hún keppti einnig í U8 latin dönsum og lenti hún þar í 2 sæti. Hún dansaði einni flokk upp fyrir sig í aldri og keppti í U10 í wals og quickstep og lenti hún þar í 4 sæti.

Sverrir og Ágústa lentu í 5. sæti í Sömbu hjá unglingum 12-15 ára.

Deniel og Erika kepptu í 12-13 ára cha cha og rúmbu og lentu í 5. sæti. Einnig kepptu þau í unglingum sömbu og dönsuðu þar í undanúrslitum.

Guðjón og Eva kepptu í 12-13 ára cha cha og rúmbu og komust í undanúrslit. Einnig kepptu þau í unglingum sömbu og dönsuðu þar 24 para úrslitum.

14. Ágúst – Blackpool

Íslendingar halda áfram að gera góða hluti ytra.

Ísabella sópar að sér verðlaunum í Blackpool. Hún keppti í dag í undir 8 ára cha cha og jive og svo í undir 8 ára ballroom og sigraði báðar keppnirnar. Svo dansaði hún í undir 10 ára vals og quickstep og endaði þar í 6.sæti.

Helgi og Magdalena kepptu í cha cha og náðu í undanúrslit.

Sverrir og Ágústa kepptu í stóru Ballroom keppninni og komust í 24 para úrslit.

Guðjón og Eva kepptu í stóru ballroom keppninni og komust í 24 para úrslit.

Deniel og Erika kepptu einnig í stóru ballroom keppninni og komust í aðra umferð.

15. Águst

Dagur fjögur í Blackpool

Deniel og Erika dönsuðu í undanúrslitum í stóru latín keppninni.

Sverrir og Ágústa dönsuði í undanúrslitum í stóru latin keppninni.

Guðjón og Eva dönsuðu 37 para úrslitum í stóru latínkeppninni

Helgi og Magdalena dönsuðu í undanúrslitum í vínarvals.

16. Águst

Síðasti dagur í junior Blackpool var í dag og eru íslensku keppendurnir búnir að standa sig gríðarlega vel í mótinu.

Deniel og Erika kepptu í unglingum jive og náðu 4. sætinu.

Sverrir og Ágústa kepptu í unglingum jive og dönsuðu í undanúrslitum.

Guðjón og Eva kepptu einnig í junior jive og dönsuðu í 19. para úrslitum.

Helgi og Magdalena kepptu í stóru latín hjá börnum og dönsuðu í undanúrslitum.

Óskum pörunum til hamingju með frábæran árangur í flottri ferð.