Íslendingar náðu glæstum árangri í Blackpool Dance festival 2021. Hér má sjá umfjöllun um pörin.
1. Keppnisdagur- Blackpool
Fyrsti keppnisdagur var í gær og keppt var í Amatör Rising star Latin. Þau Aron og Rósa, Felix og Demi, Björn og Birgitta komust í næstu umferð sem verður í dag.
Fleiri pör keppa í dag í ballroom rising star en það eru þau Gylfi og María, Axel og Daría, Stefano og Rebekka. Eins eru Alex Freyr og Elatarina skráð í fullorðnir Ballroom og Pétur og Paulina í fullorðin latin.
2. keppnisdagur í Blackpool og íslenskt par í úrslitum.
Gylfi og María náðu þeim frábæra árangri að dansa í úrslitum og ná 6. sætinu í Fullorðnum rising star í ballroom dönsum.
Stefano og Rebekka dönsuðu einnig í Fullorðnum rising star og dönsuðu í 30 para úrslit.
Í Amateur rising star latin náðu Aron og Rósa að dansa í undanúrslitum.
Björn og Birgitta dönsuðu í 30 para úrslitum í Amateur rising star latin.
Felix og Demi dönsuðu 46 para úrslitum í Amateur rising star latin.
Fleiri íslensk pör kepptu einnig í Blackpool og bíðum við eftir úrslitum og myndum frá þeim.
4. keppnisdagur í Blackpool og íslenskt par í 5. sæti.
Aron og Rósa dönsuðu í úrslitum british open í Latin undir 21 og enduðu í 5 sæti. Glæsilegur árangur hjá þessu duglega danspari.
Felix og Demi dönsuðu 30 para úrslit í British open Latin undir 21.
Öll íslensku pörin sem dönsuðu í fullorðnum latín 1. umferð komust í aðra umferðina og er hún dönsuð í dag.
5. keppnisdagur og Íslendingar í verðlaunasæti
Gylfi Már Hrafnsson og Maria Tinna Hauksdottir lentu í 3 sæti í Undir 21 Ballroom. Glæsilegur árangur hjá þessu flotta pari.
Axel Kvaran og Daria dönsuðu í undanúrslitum í undir 21 ballroom.
Pétur Gunnarsson og Polina Oddr dönsuðu í 20 para úrslitum í Fullorðnum Latín.
Aron Logi Hrannarsson og Rósa Kristín Hafsteinsdóttir dönsuðu 3 umferð í fullorðnum Latin
Björn Sverrir Ragnarsson og Birgitta Dröfn Björnsdóttir dönsuðu í 50 para úrslitum í fullorðnum Latin.
Felix Dagur Einarsson og Demi Van Den Berg dönsuðu 2 .umferð í fullorðnum Latin
Síðasti keppnisdagur í Blackpool og brons til Íslands.
Alex Freyr Gunnarsson og Ekatarina Bond dönsuðu í fullorðnum ballroom og náðu 3 sætinu.
Gylfi Már Hrafnsson og Maria Tinna Hauksdottir kepptu í fullorðnum Ballroom og dönsuðu í 30 para úrslitum.
Stefano Gentile og Rebekka Rós Ragnarsdóttir kepptu í fullorðnum ballroom og dönsuðu í 47 para úrslitum.
Stórglæsilegur árangur hjá íslenskum danspörum í hinni gríðarlega sterku Blackpool keppni.
Íslendingar raða sér framarlega í heiminum og framtíðin er svo sannarlega björt hjá pörunum. Innilegar hamingjuóskir til allra dansparanna og þeirra aðstandenda.