Um helgina fóru fram Íslandsmeistaramótið í 10 dönsum og bikarmeistaramót ásamt opnum mótum í samkvæmisdansi. Mótin voru haldnir í Íþróttahúsinu í Strandgötu og þar var stigin tignarlegur dans í bland við suðrænar sveiflur. Mótinu var streymt í beinu streymi þar sem áhorfendur voru því miður ekki í húsinu að þessu sinni og sýndi RÚV frá mótinu í íþróttafréttum sínum. Gaman var að fá erlenda dómara til að mæta ásamt íslensku dómurunum sem og 1 erlent par keppti. Frábært var að sjá öll pörin sem sprettu sig í opnu keppnunum og voru þær keppnir einnig mjög sterkar.
Sara Rós Jakobsdóttir og Nicolo Barbizi urðu hlutskörpust í íslandsmeistaramótinu í 10 dönsum í fullorðinsflokki. Á þessu móti var einnig keppt í fyrsta skiptið í stjörnuflokki sem að er afar ánægjulegt. Eins gáfu Adam og Karen fyrrum heimsmeistarar í 10 dönsum Sverri Þór og Ágústu Rut farandbikar þar sem þau unnu unglinga II 10 dansa.
Helstu úrslit voru þessi:
Fullorðnir 10 dansar
1.Nicolo Barbizi – Sara Rós Jakobsdóttir Dansíþróttafélag Hafnafjarðar
2.Hilmar Már Sigurpálsson – Freydís María Sigurðardóttir Dansdeild HK
3. Bragi Geir Bjarnason – Magdalena Eyjólfsdóttir Dansíþróttafélag Kópavogs
4. Ingólfur Bjartur Magnússon – Auður Elín Gústavsdóttir Dansfélagið Hvönn
5. Kolbeinn Sturla Baldursson – Laufey Þóra Th. Guðbjörnsdóttir Dansíþróttafélag Kópavogs
Frekari úrslit má einnig finna hér
http://www.dsi.is/images/mappa/Mars2021/index.htm
Myndir frá Örvari Möller er að finna hér https://www.flickr.com/photos/orvarm/albums/with/72157718644637343