Um helgina fóru fram Reykjavíkurleikarnir í samkvæmisdansi. Leikarnir voru haldnir í Kórnum Kópavogi og þar stigu glæsileg pör fallega dansa. Mótinu var streymt í beinu streymi þar sem áhorfendur voru því miður ekki í húsinu að þessu sinni og sýndi RÚV frá fjórum úrslitum um kvöldið.
Sara Rós Jakobsdóttir og Nicolo Barbizi urðu hlutskörpust á leikunum og náðu þau að sigra í suður-amerískum dönsum sem og í standard dönsum og fengu þau verðlaunagrip Reykjavíkurleikanna. Glæsilegur árangur dansíþróttapars ársins 2020. En Andri Stefánsson frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands afhenti þeim bikarana sem þau fengu fyrir að hafa verið valin dansíþróttapar ársins 2020.
Dansíþróttapar ársins Sara Rós Jakobsdóttir og Nicolo Barbizi Mynd. Jón Svavarsson
Helstu úrslit voru þessi:
Suður amerískir dansar
1.Nicolo Barbizi – Sara Rós Jakobsdóttir Dansíþróttafélag Hafnafjarðar
2.Aron Logi Hrannarsson – Rósa Kristín Hafsteinsdóttir Dansdeild HK
3. Felix Einarsson – Demi Van Den Berg Dansíþróttafélag Kópavogs
4. Ivan Coric – Svandís Ósk Einarsdóttir Dansdeild HK
5. Ingólfur Bjartur Magnússon – Auður Elín Gústavsdóttir Dansfélagið Hvönn
6. Bragi Geir Bjarnason – Magdalena Eyjólfsdóttir Dansíþróttafélag Kópavogs
7. Hilmar Már Sigurpálsson – Freydís María Sigurðardóttir Dansdeild HK
Mynd. Jón Svavarsson Mynd Jón Svavarsson Mynd Jón Svavarsson
Standard dansar
1. Nicolo Barbizi – Sara Rós Jakobsdóttir Dansíþróttafélag Hafnafjarðar
2. Gylfi Már Hrafnsson – María Tinna Hauksdóttir Dansdeild HK
3. Daníel Sverrir Guðbjörnsson – Sóley Ósk Hilmarsdóttir Dansíþróttafélag Kópavogs
4. Finnur Hugi Finnsson – Ásta María Armesto Nuevo Dansíþróttafélag Kópavogs
5. Gabríel Leó Ívarsson – Sandra Diljá Kristinsdóttir Dansíþróttafélag Kópavogs
6. Ingólfur Bjartur Magnússon – Auður Elín Gústavsdóttir Dansfélagið Hvönn
Mynd Jón Svavarsson Mynd Jón Svavarsson Mynd Jón Svavarsson
Frekari úrslit má einnig finna hér