Íslandsmeistaramót í latin dönsum og bikarmeistaramótið í ballroom dönsum ásamt grunnsporamóti verður haldið um helgina 20.-21. febrúar nk. Mótið verður haldið samkvæmt samþykktum sóttvarnarreglum DSÍ. Við óskum öllum góðs gengis og vonum að allir skemmti sér konunglega.
Rennsli: Rennsli febrúar mótsins
Keppendalisti: Hér má sjá hverjir keppa í hvaða flokki og hvenær
Streymi: Febrúarmótið
Þetta eru lifandi skjöl og biðjum við ykkur um að skoða ávallt nýjasta skjalið.
Dómarar mótsins verða
Hinrik Valsson
Henny Hermannsdóttir
Hildur Ýr Arnarsdóttir
Haukur Ragnarsson
Ólafur Magnús Guðnason
Edgar Konráð Gapunay
Kara Arngrímsdóttir
Auður Haraldsdóttir
Dómarar breyting
Jóhann Gunnar Arnarsson kemur inn í flokk Fullorðinna latín 5 dansa í stað Edgars.
Keppendur mega mæta 15 mín eftir verðlaunaafhendingu sótthólfsins á undan ekki fyrr. Grímuskylda er á staðnum og 2 metra reglan. Fylgdarmenn verða að halda sér til hlés. Þjálfarar mega hvetja og sinna keppendum. Minnum á sprittið.
Sömu sóttvarnarhólf verða á staðnum og var á RIG 2021