Gabríel Leó Ívarsson og Sandra Diljá Kristinsdóttir taka þátt fyrir Ísland á evrópumeistaramóti ungmenna í standard dönsum 14. október 2019 í Chisinau Moldavíu. Parið er komið til Moldavíu og verður gaman að fylgjast með þessu unga pari. Parið svaraði nokkrum spurningum til þess að gefa áhugamönnum innsýn í sitt líf.
Nú eruð þið að fara á stórmót á vegum Dansíþróttasambands Íslands, hvernig eruð þið búin að vera æfa upp á síðkastið?
Við erum búin að vera einblína meira á standard dansa undanfarið þar sem við keppum aðeins í þeim.
Hvað finnst ykkur mikilvægt að gera á keppnisdegi?
Okkur finnst mikilvægt að vera vel hvíldur og nærður á keppnisdegi. Mikilvægast finnst okkur að vera búin að hita vel upp og vera með rétt hugarfar.
Hvenær byrjuðuð þið að dansa?
Sandra byrjaði að dansa við fjögurra ára aldur og Gabríel sjö ára. Við byrjuðum að dansa saman í byrjun 2016 og höfum því dansað saman í næstum 4 ár.
Hverjar eru ykkar fyrirmyndir í dansinum?
Ricardo og Yulia, Arunas og auðvitað Adam og Karen Reeve.
Ef þið ættuð að ráðleggja ungum dansáhugamönnum, hverjar væru þær?
Vera þolinmóður, reyna sitt besta og hafa gaman.