Elísabet Tinna og Hinrik Óli á evrópumeistaramótið í 10 dönsum í Slóvakíu

Nú um helgina keppa Elísabet Tinna og Hinrik Óli fyrir íslands hönd á evrópumeistaramóti ungmenna í 10dönsum í Bratislava, Slóvakíu. Óskar DSÍ þeim góðs gengis á mótinu.

DSÍ tók púslinn á þeim fyrir mótið og lagði fram spurningarlista

Nú eruð þið að fara á stórmót á vegum Dansíþróttasambands Íslands, hvernig eruð þið búin að vera æfa upp á síðkastið

Við höfum haldið okkar striki með æfingarnar okkar bæði í hóp-og einkatímum. Bættum við okkir nokkrum einkatímum. Hvernig við staðsetjum okkur á gólfinu og dansa finala.

Hvað finnst ykkur mikilvægt að gera á keppnisdegi?

Borða vel og vera úthvíld. Hita vel upp og ekki prófa neitt nýtt. Ekkert að vera stressa sig og andlega tilbúin.

Hvenær byrjuðuð þið að dansa?

Hinrik byrjaði að æfa 6 ára eða árið 2010 og Elísabet 6 ára eða árið 2009. Við hófum að dansa saman fyrir rúmu ári síðan eða um miðjan júní 2018.

Hver eru ykkar fyrirmyndir í dansinum?

Fyrirmyndir í dansinum hafa verið Adam og Karen Reeve,  Ricardo og Julia, Segio og Dorota.

Nú eruð þið búin að keppa mikið erlendis, hvaða mót hafið verið að keppa á?

Síðan að við hófum að dansa saman höfum við farið á Imperial í London, dublin open wdsf, wdc Paris og svo evrópimótið í Blackpool. Ennig höfum við keppt erlendis með fyrrum dansfélögum.

Ef þið ættuð að ráðleggja ungum dansáhugamönnum, hverjar væru þær?

Ekki tína gleðinni.