Guðjón og Eva sigruðu í Essex, Englandi

Guðjón Erik Óskarsson og Eva Karen Ólafsdóttir sigruðu í Essex, Englandi um helgina. Þau unnu Juvenile Open tango og vínarvals keppnina, lentu í 2.sæti í Juvenile SL 4 dansa ballroom og Juvenile Open paso og jive keppninni og 3.sæti í Juvenile SL 4 dansa latin keppninni.

Gylfi Már Hrafnsson og María Tinna Hauksdóttir unnu einnig sæti á verðlaunapöllunum í Essex en þau voru í 2.sæti í u21 ballroom og 3.sæti í Amateur eftir mjög sterka keppni. DSÍ óskar þeim innilega til hamingju