Danskeppni Reykjavíkurleikanna fór fram í Laugardalshöll um helgina. Um 138 manns tóku þátt þar af 4 sterk pör frá Portúgal og 5 frá Bandaríkjunum. Kristinn Þór Sigurðsson og Lilja Rún Gísladóttir unnu erlendu keppendurna í latin fullorðnum eftir mjög sterka keppni. Gylfi Már Hrafnsson og María Tinna Hauksdóttir unnu ungmenni ballroom. Guðjón Erik Óskarsson og Eva Karen Ólafsdóttir urðu tvöfaldir RIG meistarar, unnu Juveniles II í bæði latin og ballroom dönsum.
Aldas Zgirskis og Demi van de Berg fengu verðlaun fyrir hæstu stigin á mótinu. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson ásamt Ingvari Sverrissyni formanni Íþróttabandalags Reykjavíkur veittu þeim verðlaunin.
Sjá brot frá keppninni á RÚV Sarpinum, http://www.ruv.is/sjonvarp/spila/reykjavikurleikarnir-2018/7506