Danspar ársins 2018:
Nicolò Barbizi & Sara Rós Jakobsdóttir úr DÍH (Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar)
Sara Rós Jakobsdóttir og Nicolò Barbizi toppuðu úrslitin sín 2018 þegar þau komust alla leið í úrslit á Evrópumeistaramóti í 10 dönsum í Brno í mars og enduðu í 6. sæti. Þau eru fyrsta íslenska dansparið til að komast í úrslit á EM í fullorðins flokki á efsta getustigi og er það því glæsilegur árangur. Einnig unnu þau Ballroom danskeppnina Snowball Classic í Vancover í Kanada og lentu svo í 4.sæti í latin. Þau lentu í 2.sæti í Ballroom og 7.sæti í latin á International Open keppni í Tokyo, 4.sæti á WDSF Open 10 dance á Rembrandt Cup í Almere í Hollandi, 7.sæti í Standard og 9.sæti í Latin í International Open í Frankfurt, Þýskalandi. Síðast en ekki síst þá komust þau í undanúrslit á Heimsbikarmótinu í Standard og fengu 10. sæti, og urðu svo í15. sæti á Heimsbikarmótinu Latiní Chengdu í Kína. Þetta er bara brot af þeim árangri sem þau hafa náð erlendis fyrir okkar hönd, en þau eru í landsliðinu okkar ásamt því að vera margfaldir Íslandsmeistarar.
DSÍ óskar þeim hjartanlega til hamingju með tilnefninguna.
Sara mun því mæta fyrir hönd DSÍ á kjör íþróttamanns ársins sem kjörinn er af íþróttafréttamönnum landsins.