Íslendingar í verðlaunasætum í Englandi

Sigurður Már Atlason og Hanna Rún Bazev Óladóttir (úr Allir geta Dansað) fengu bronsið af 18 pörum í UK Open 10 Dance keppninni í Englandi um helgina.

 

Önnur íslensk pör lentu einnig í verðlaunasætum á Imperial keppninni í Englandi. Sverrir Þór Ragnarsson og Ágústa Rut Andradóttir lentu í 2.sæti í u12 Latin dönsum, Gylfi Már Hrafnsson og María Tinna Hauksdóttir lentu í 6.sæti í u21 Ballroom, Daníel Sverrir Guðbjörnsson og Sóley Ósk Hilmarsdóttir í undanúrslitum í u21 Ballroom, Aron Logi Hrannarsson og Rósa Kristín Hafsteinsdóttir lentu í undanúrslitum í u16 Latin og Elvar Kristinn Gapunay og Kayleigh Andrews í undanúrslitum í u21 Latin. DSÍ óskar þeim innilega til hamingju