Íslendingar gera það gott í Tékklandi

Sara Rós Jakobsdóttir og Nicolo Barbizi kepptu ásamt Ásdísi Ósk Finnsdóttur og Javi Valino (úr Allir Geta Dansað) í Ostrava, Tékklandi á heimsmeistaramóti WDSF í Latin dönsum um helgina. Keppnin var gríðarlega sterk og voru tæplega 90 pör sem hófu keppni. Þau Javi og Ásdís lentu í 78.-88.sæti og Nico og Sara 51.-53.sæti.
Sara og Nico kepptu einnig í International Open Latin og lentu í 18.sæti af 95 pörum. DSÍ óskar þeim innilega til hamingju