Dansíþróttasamband Íslands
Dansíþróttasamband Íslands er samband allra héraðssambanda og íþróttabandalaga innan ÍSÍ sem hafa innan sinna vébanda félög er iðka, æfa og keppa í dansíþróttum.
Nýjustu fréttir
Heimsmeistaramótið WDSF í latín dönsum junior II og fullorðnum
Nú á næstu dögum mun nokkuð stór hópur Íslendinga vera í Wuxi - Kína. Þar munu 8 einstaklingar taka þátt í heimsmeistaramóti WDSF í latín dönsum. Fulltrúar í hópnum junior II eru þau Gísli Svanur Reynisson og Auður Laufey Reynisdóttir, Aron Davíð Óskarsson og Ísabella...
Dansþing DSÍ 2024
Dansþing Dansíþróttasambands Íslands fór fram í fundasal ÍSÍ í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, fimmtudaginn 23. maí. Alls 53 þingfulltrúar frá 5 félögum hafa rétt til setu á þinginu, en 47 þeirra mættu á þingið. Farið var yfir hefðbundin þingstörf. Valdimar Leó...
Landslið
Fréttir
Úrslit móta
Mótaskráning
Lög og Reglur
Dansíþróttapar ársins 2023
Dansíþróttasamband Íslands hefur kosið Nicolo Barbizi og Söru Rós Jakobsdóttur frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar sem Dansíþróttapar ársins 2023.
Þau eru búsett í Danmörku og á Íslandi þar sem þau stunda æfingar og ferðast á danskeppnir um Evrópu og víðar um heiminn. Þau keppa fyrir Íslands hönd og eru meðlimir í Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar.
Árið 2023 hefur verið viðburðarríkt hjá Nicolo Barbizi og Söru Rós Jakobsdóttur. Þau hafa reglulega keppt á opnum mótum erlendis fyrir Íslands hönd með góðum árangri ásamt alþjóðlegum stórmótum WDSF, en þau unnu sér keppnisrétt í öllum 3 greinunum, Standard, Latin og 10 dönsum, á Heims- og Evrópumeistaramót.
Stjórn DSÍ óskar dansíþróttapari ársins 2023 sem og öllum pörum sem tilnefnd voru til hamingju með árangurinn og bjarta framtíð
Dansíþróttasamband Íslands
Engavegi 6
104, Reykjavik Iceland
dsi@dsi.is