RIG 2019

RIG 2019

AÐGANGSEYRIR – Áhorfendur :
Aðgangseyrir er 2.000 kr, frítt er fyrir 10 ára og yngri og ellilífeyrisþega. Aðgangseyrir um daginn gildir líka á dansviðburðinn um kvöldið. Aðgangseyrir fyrir kvöldið eingöngu er 800 kr.
Hægt er að kaupa miða á :
a) Tix.is, velja Dans : https://tix.is/is/buyingflow/tickets/7381/
b) Appið Síminn Pay (https://www.siminn.is/forsida/snjallthjonustur/pay)
velja borga, svo plúsinn í hægra horninu, velja þar kaupa miða, velja svo
Dansíþróttasamband Íslands ….. miðinn er svo virkjaður af dyravörðunum.
c) Hjá gjaldkerunum þegar labbað er inn

KEPPNISGJALD – 
Þátttakendur : Keppnisgjaldið er 2.000 kr Hægt er að borga keppnisgjaldið (f.þátttakendur) á :
a) Appið Síminn Pay (https://www.siminn.is/forsida/snjallthjonustur/pay)
velja borga, svo plúsinn í hægra horninu, velja þar kaupa miða, velja svo Dansíþróttasamband Íslands, og keppnisgjald=þátttakendur ….. miðinn er svo virkjaður þegar númerið er sótt.
b) Hjá gjaldkerunum þegar labbað er innSÆTI VIÐ BORÐ : Verð 1.000 kr á sæti og það eru 8 sæti við borð.Pantanir sendar á netfangið bord@dsi.is í síðasta lagi föstudaginn 25.janúar. 
ATH, sæti gilda ekki um kvöldið.

 

HÁTIÐARDAGSKRÁ + Dinner
(matur hefst 18:45 og útsending 20:00 )
Matur+hátíð, 12ára og eldri verð 4.500 kr, 11ára og yngri verð 2.250 kr
Pantanir sendar á netfangið bord@dsi.is í síðasta lagi föstudaginn 25.janúar.

Matseðill – Steikarhlaðborð: Hvítlauks og jurtakryddað lambalæri með villisveppasósu, hunangsgljáðar kalkúnabringur, ofnsteiktar kartöflur, sætkartöflugratin með engifer og timian, smjörsteikt grænmeti, ferskt salat með croutons og annað tilheyrandi meðlæti. Brauð, smjör og pestó.

——————————————————————————————————————

ATH, með því að kaupa í gegnum bord@dsi.is þá fáum við bestu sætin við gólfið en sé miði á hátíðardagskránna keypt í gegnum tix.is þá getum við ekki stjórnað sætaskipan.

ATH, takmarkaður fjöldi svo endilega að kaupa sem fyrst, fjölmennum þetta er skemmtilegt kvöld.

ATH, sætaskipan birt við inngang fyrir matinn.

Vil vekja athygli ykkar á ákvörðun stjórnar dsí :
Engir frímiðar og engin frí sæti eru fyrir aðildafélög DSÍ á keppnum ársins 2019