Stór helgi er framundan í keppnum hjá WDSF. Fyrst ber að geta Heimsmeistaramót fullorðinna í Ballroom dönsum. Það fer fram í Leipzig í Þýskalandi laugardaginn 12.10.24. Þar verða þau Sara Rós Jakobsdóttir og Nicolo Barbizi að keppa fyrir Íslands hönd. Allar helstu þjóðir heims taka þátt og hægt verður að fylgjast með þeim í beinu streymi.https://m.youtube.com/watch?v=esWxj7G-Vtk . Heimasíða mótsins má finna hér https://www.tanzen-leipzig.com/

Um helgina fer einnig fram evrópumeistaramót WDSF í flokki atvinnumanna. Þar verða þau Nikita Bazev og Hanna Rún Bazev Óladóttir fulltrúar Íslands. Þar munu helstu pör í atvinnumannaflokki í evrópu keppa. Þau keppa einnig í Leipzig og er mótið á laugardeginum 12.10.24. Hægt verður að horfa einnig í beinu streymi.

Óskum pörunum góðs gengis og segjum áfram Ísland