Vegna Kórónaveiru

Stjórn Dansíþróttasambands Íslands langar að árétta og biðja ykkur öll að fara eftir tilmælum Landlæknis er varðar viðbrögð vegna Kórónaveirunnar (Covid19).

Allir aðilar sem hafa verið á ferð á skilgreindum áhættusvæðum eiga að vera í sóttkví í 14 daga frá því að farið var frá áhættusvæði.

Formenn aðildarfélaga eru beðnir um að koma þessum skilaboðum áfram á sína félagsmenn. Við minnum foreldra, keppendur og aðra þáttakendur í dansinum á að hafa þessar reglur í heiðri til að lágmarka möguleg smit.

Framundan eru æfingar á vegum landsliðsnefndar og keppnismót 14. til 15. mars og mikilvægt að virða þessar reglur þar sem og annars staðar. Við viljum benda á leiðbeiningar sóttvarnarlæknis varðandi samkomur sem er birt á vef ÍSÍ:
http://isi.is/frettir/frett/2020/03/05/Leidbeiningar-sottvarnarlaeknis-vardandi-samkomur/

en þar er t.d. bent á mikilvægi handþvott og handsprittunar og mælst er til að nota aðrar kveðjur en handabönd og faðmlög. DSÍ mun bjóða upp á aðstöðu fyrir handsprittun á komandi keppnum og viðhafa viðeigandi aðgæslu.

Nánar um skilgreind áhættusvæði:
https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item39194/Skilgreind-ahaettusvaedi—Defined-high-risk-areas

Spurningar og svör varðandi Kórónaveiruna:
https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item38911/Spurningar-og-svor-vardandi-koronaveiruna-

Leiðbeiningar um sóttkví:
https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item38990/Lei%C3%B0beiningar%20fyrir%20almenning%20var%C3%B0andi%20s%C3%B3ttkv%C3%AD%20%C3%AD%20heimah%C3%BAsi%2027022020.pdf

Endilega fylgist með á https://www.landlaeknir.is/koronaveira/ eða hringið í 1700 til að fá frekari upplýsingar.

Gáið hvert að öðru og haldið ró, hvetjið fólk til að fara heim ef það virðist veikt og gáið sérstaklega að fólki sem hefur ekki sterkt tengslanet á Íslandi.

Sóttvarnalæknir beinir því sérstaklega til þeirra sem teljast til viðkvæmra hópa, einkum þeirra sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og eldri einstaklinga að forðast mannamót að óþörfu og að huga vel að hreinlætisaðgerðum.

Stjórn DSÍ
6. mars 2020