Heimsmeistaramótið í unglingum II Suður-amerískum dönsum í Tyrklandi

Um helgina mun fara fram Heimsmeistaramótið í flokknum unglingar II í suður-amerískum dönsum í Istanbúl Tyrklandi. Ísland sendir tvö pör til keppni og fengu þau nokkrar spurningar til að svara til að kynna sig.

Hægt er að fylgjast með keppendunum hér í beinni https://youtu.be/H0RDfBZCbKE. Fyrsta umferð hjá þeim hefst kl 8 á íslenskum tíma laugardaginn 23. nóvember 2019. Hér er heimasíða danskeppninnar https://www.symcon.com.tr/en/news/desc/8298/wdsf-2-9-junior-ii-world-championship.html

Felix og Ásdís svöruðu eftirfarandi

1. Nú eruð þið að fara á stórmót á vegum Dansíþróttasambands Íslands, hvernig eruð þið búin að vera æfa upp á síðkastið

 Við erum búin að vera á okkar venjulegu æfingum, landsliðsæfingum og einnig auka einkatímum. Við höfum lagt áherslu á að vera einbeitt á öllum okkar æfingum og reynt að ná fram því besta í dansinum okkar.

2. Hvað finnst ykkur mikilvægt að gera á keppnisdegi?

Á keppnisdegi finnst okkur mikilvægt að vera vel nærð og hvíld. Það er líka mjög mikilvægt fyrir okkur að hita vel upp áður en við förum út á gólf og sama hvernig skapi maður er í verður maður alltaf að koma sér í gott skap áður en maður labbar út á gólf. 

3. Hvenær byrjuðuð þið að dansa?

 Við byrjuðum bæði að dansa 4 ára og við erum búin að dansa saman í 7 ár eða síðsn við vorum átta ára.

4. Hver eru ykkar fyrirmyndir í dansinum?

Fyrirmyndirnar okkar eru Adam og Karen, Riccardo og Yulia, Barbara Mccoll og auðvitað Siggi og Annalisa.

5. Nú eruð þið búin að keppa mikið erlendis, hvaða mót hafið verið að keppa á?

Við höfum verið að keppa á Junior Blackpool mótinu í Bretlandi, Imperial  og Opna evrópumeistaramótinu í Bretlandi. Við erum svo að fara að keppa á opnu heimsmeistaramóti í Dublin á Írlandi tveim vikum eftir að við förum til Istanbul.

6. Ef þið ættuð að ráðleggja ungum dansáhugamönnum, hverjar væru þær?

 Að njóta þess að dansa, gera sitt besta og hafa gaman.  Okkur finnst danssamfélagið hérna á Íslandi vera svo gott og allir vera svo stuðningsríkir að það er um að gera að njóta þess.

Aldas og Demi svöruðu eftirfarandi

  1. Nú eruð þið að fara á stórmót á vegum Dansíþróttasambands Íslands, hvernig eruð þið búin að vera æfa upp á síðkastið ? Við æfum 5-6 sinnum á viku 2-3 klukkutímar á dag hópæfingar, aukaæfingar og einkatímar er innifalið í þessu.
  2. Hvað finnst ykkur mikilvægt að gera á keppnisdegi? Vera á sömu blaðsíðu, borða vel og sofa vel.
  3. Hvenær byrjuðuð þið að dansa? Aldas 5 ára og Demi 6 ára
  4. Hver eru ykkar fyrirmyndir í dansinum?

Aldasar eru Austin Joson og Nino Dzenaledze og Björn Ragnarsson og Birgitta Björnsdóttir
Demi Salvatore Sinardi og Victoria Kharchenko

6. Ef þið ættuð að ráðleggja ungum dansáhugamönnum, hverjar væru þær?

Halda fókus og hafa gaman og njóta þess að dansa.