Upplýsingar & Reglur

klæðareglur DSÍ

Klæðareglur DSÍ;

http://www.idsf.net/dancesport_competitions/idsf_dress_regulations_macau_2009.doc
http://www.dsi.is/File/islenskaðar_klaedareglur_IDSF-2009.pdf

 

Undanþága frá gildandi klæðareglum IDSF á öllum mótum á vegum DSÍ árið 2011, samþykkt af stjórn DSÍ 1.09.2010

Undanþága frá gildandi klæðareglum IDSF á öllum mótum á vegum DSÍ árið 2010.

 

Á stjórnarfundi í dag samþykkti stjórn DSÍ eftirfarandi undanþágu frá gildandi klæðareglum IDSF á öllum mótum á vegum DSÍ árið 2010.

Heimilt er í flokkum Barna I og II að herra séu í skyrtum úr satínefni að hluta til eða öllu leyti. Skyrtur mega vera með áföstum buxum og með rennilás í stað þess að vera hnepptar.

Greinargerð stjórnar með þessari samþykkt:

Meginþorri drengja í A og K flokki barna eiga eða hafa aðgang að slíkum skyrtum og er það til verulegra þæginda að losna við að girða drengina, sem annars eru gjarnan með skyrtuna upp úr buxunum, en auk þess þyrftu þá flestir að kaupa nýjar hnepptar bómullarskyrtur.

Stjórn DSÍ vill jafnframt ítreka tilmæli til allra keppenda um að virða klæðareglur IDSF að öðru leyti, en stjórn þykir sem keppendur hafi að undanförnu leitað að ystu mörkum varðandi klæðareglurnar og jafnvel gengið of langt, þó engum hafi til þessa verið vikið úr keppni þess vegna.

Reykjavík, 25. nóvember 2009.

Stjórn DSÍ

Undanþága frá gildandi klæðareglum IDSF á Íslandsmeistaramótinu 9. og 10. maí 2009.

Á stjórnarfundi í dag samþykkti stjórn DSÍ eftirfarandi undanþágu frá gildandi klæðareglum IDSF á næsta móti DSÍ í maí nk.

Heimilt er í flokkum Barna I og II að herra séu í skyrtum úr satínefni að hluta til eða öllu leyti. Skyrtur mega vera með áföstum buxum og með rennilás í stað þess að vera hnepptar

Greinargerð stjórnar með þessari samþykkt:
Meginþorri drengja í A og K flokki barna eiga eða hafa aðgang að slíkum skyrtum og er það til verulegra þæginda að losna við að girða drengina, sem annars eru gjarnan með skyrtuna upp úr buxunum, en auk þess þyrftu þá flestir að kaupa nýjar hnepptar bómullarskyrtur.

Stjórn DSÍ vill jafnframt ítreka tilmæli til allra keppenda um að virða klæðareglur IDSF að öðru leyti, en stjórn þykir sem keppendur hafi að undanförnu leitað að ystu mörkum varðandi klæðareglurnar og jafnvel gengið of langt, þó engum hafi til þessa verið vikið úr keppni þess vegna.

Reykjavík, 31. mars 2009

Stjórn DSÍ

 

isi

wdsf logo

Dansíþróttasamband Íslands

Íþróttamiðstöðinni Engjavegi 6

104 Reykjavík