Upplýsingar & Reglur

Móta og keppendareglur

A) Mótanefnd

A-1 Hlutverk

Hlutverk mótanefndar er umsjón og framkvæmd Íslandsmeistaramóta í samkvæmis­dönsum í umboði stjórnar DSÍ.

 

A-2 Skipan

Mótanefnd skal skipuð 5 fulltrúum tilnefndum af stjórn DSÍ. 2 skulu tilnefndir til tveggja ára og 3 til eins árs í senn. Ekki eru tilnefndir varamenn í Móta­nefnd.

 

A-3 Verkefni mótanefndar

A-3.1

Mótanefnd skal leggja fram starfsáætlun til stjórnar DSÍ fyrir a.m.k. eitt almanaksár fram í tímann. Í starfsáætlun skal koma fram eftirfarandi:

a) Fjöldi keppna

b) Aldursflokkar, dansar og titlar

c) Dómgæsla

d) Samningur um eða staðfesting á keppnisstað

e) Tillögur um breytingar á Móta og keppendareglum (sé það nauðsynlegt)

A-3.2 Mótanefnd skal framfylgja móta og keppendareglum DSÍ eins og þær eru á hverjum tíma.

A-3.3 Mótanefnd skal framfylgja agareglum ÍSÍ og DSÍ á keppnum og vísa agamálum til stjórnar DSÍ.

A-3.4 Mótanefnd skal sjá um öll atriði er varða framkvæmd Íslandsmeistara­móta í samkvæmisdönsum.

A-4 Valdsvið

A-4.1 Mótanefnd er endanlegur ákvörðunaraðili um allt er lýtur að framkvæmd Íslandsmeistaramóta í samkvæmisdönsum.

A-4.2 Ákvörðunum Mótanefndar er hægt að áfrýja til stjórnar DSÍ

 

B) Mótareglur

B-1 Mót

Reglur þessar gilda fyrir Íslandsmeistarakeppnir í samkvæmisdönsum svo og allar þær keppnir, hér á landi, sem eru opnar fyrir meðlimi DSÍ. Félagsmönnum DSÍ er ekki heimilt að taka þátt í keppnum sem haldnar eru án samþykkis sambandsins.

 

B-2 Auglýsing móts

Öll Íslandsmeistaramót skal tilkynna til allra aðildarfélaga DSÍ með að minnsta kosti þriggja mánaða fyrirvara. Þar skal koma fram dagsetning móts, keppnis­dansar, mótshaldari og keppnisstaður. Einnig skal koma fram hvenær skráningu lýkur, hlutgengi keppenda og aldursflokkar.

Tilkynningar um mót skulu sendar til allra fjölmiðla, einnig til allra íþrótta­deilda sömu fjölmiðla. Einnig skal senda sömu tilkynningar til viðkomandi héraðssambands og eða bandalags. Kappkosta skal að senda tilkynningar um mót á alla þá staði þar sem viðkomandi dansar eru iðkaðir.

Æskilegt er að önnur mót séu kynnt og auglýst með sama hætti

Mótanefnd/mótshaldara er heimilt að hafa auglýsingu frá styrktaraðila á keppnisnúmerum. Auglýsing má ekki fara yfir 20% af heildarstærð keppnisnúmers.

 

B-3 Þátttökutilkynningar

Þátttökutilkynningar skulu hafa borist Mótanefnd eigi síðar en tveim vikum fyrir mót. Tilkynningum skal skilað á disklingi eða á öðru stöðluðu formi frá Móta­nefnd.

Æskilegt er að tilkynning um þátttöku í önnur mót sé með sama hætti

 

B-4 Keppnisstaður

 

B-4.1 Keppnisstaður skal ákveðinn af Mótanefnd/mótshaldara og samþykktur af stjórn DSÍ.

B-4.2 Reglur um keppnisstað eru að:

a) Stærð keppnisgólfs skal vera að minnsta kosti 200 fermetrar

b) Umhverfi keppnisgólfs skal vera vel afmarkað frá áhorfendum og aðgengi að og frá keppnisgólfi skal vera afmarkað og haldið opnu af starfsfólki.

c) Hljómflutningstæki, hljómburður og lýsing skal vera viðunandi að mati mótanefndar/­mótshaldara.

d) Umhverfi og aðstaða fyrir áhorfendur og keppendur skal vera eins og best verður á kosið.

e) Aðstaða sé fyrir æfingar fyrir keppendur á keppnisgólfi fyrir keppni. Mótsstjórn skal skipuleggja æfinguna.

 

B-5 Mótsstjórn

 

B-5.1 Mótstjórn skal skipuð af mótanefnd/mótshaldara fyrir hvert mót.

B-5.2 Mótsstjórn skal skipuð eftirfarandi aðilum:

a) Mótsstjóra, sem skal annast alla stjórn keppninnar og bera ábyrgð á að tímatöflu sé fylgt. Hann skal sækja allar faglegar upplýsingar til fagdómara og breytingar á leikskrá skal gerð í samvinnu við útreikningsstjóra. Einnig skal hann sjá um að keppni gangi vel og greiðlega fyrir sig, bæði hvað varðar keppendur og starfsmenn. Hann má velja sér aðstoðarmenn eftir þörfum, en ber þó ábyrgð á störfum þeirra. Mótsstjóri skal eftir keppni skila keppnisskýrslu til stjórnar DSÍ ásamt úrslitum.

b) Útreikningsstjóri, sem skal vera ábyrgur fyrir öllum útreikningi á úrslitum byggðum á einkunnagjöf dómara. Útreikningsstjóri skal hafa viðurkennd réttindi til útreiknings. Stjórn DSÍ getur leyft undantekningu frá þessu.

c) Fagdómari, sem skal vera með viðurkennd dómararéttindi frá IDSF. Stjórn DSÍ getur leyft undantekningu frá þessu. Hann skal annast eftirlit með því að keppendur fylgi reglum um leyfileg spor og klæðnað og að taktur í tónlist sé réttur fyrir viðkomandi aldursflokk. Hafi hann athugasemdir kemur hann þeim til mótsstjóra ásamt tillögum um úrbætur.

 

B-6 Dómarar

 

B-6.1 Dómarar á danskeppnum skulu eigi vera færri en 5. Þó getur stjórn DSÍ leyft að dómarar séu 3, en slíkt skal aðeins leyft í undantekningartilvikum.

B-6.2 Dómarar skulu hafa dómararéttindi viðurkennd af IDSF. Þó getur stjórn DSÍ leyft undantekningu frá þessu. Dómari verður að hafa viðurkennd dómararéttindi frá sérsambandi í heimalandi sínu.

B-6.3 Dómarar skulu hlíta fyrirmælum mótsstjóra um merkingar þ.e. fjölda para milli umferða o.s.frv.

B-6.4 Dómari skal víkja í dómgæslu ef barn viðkomandi dómara eða annað nánasta skyldmenni er að keppa í viðkomandi danskeppni. Með nánasta skyldmenni er átt við:

 

1. foreldri

2. systkini

3. systkinabarn

4. systkini eða systkinabörn maka

5. barnabörn

Þetta á þó aðeins við um þann riðil sem barnið eða ættinginn keppir í.

 

B-7 Tímamörk og taktur

 

B-7.1 Hvíldartími milli umferða í F-flokki skal vera minnst 20 mínútu

B-7.2 Í öllum umferðum skal tónlist spiluð í a.m.k. eina og hálfa mínútu í Waltz, Tango, Slow Foxtrot, Quickstep, Samba, Cha-Cha-Cha, Rumba and Paso doble. Í Vínarvalsi og Jive er lágmarkið ein mínúta. Ef aðeins er keppt í einum dansi skal bæta við hálfri mínútu við ofangreinda tíma.

B-7.3 Taktur í hverjum dansi:

Waltz 30 taktar/mín. Samba 50 taktar/mín.

Tango 33 taktar/mín. Cha-Cha-Cha 30 taktar/mín.

Viennese Waltz 60 taktar/mín. Rumba 27 taktar/mín.

Slow Foxtrot 30 taktar/mín. Paso doble 62 taktar/mín.

Quickstep 50 taktar/mín. Jive 44 taktar/mín.

Í keppnum með grunnaðferð og/eða keppni byrjenda er heimilt að nota eftirfarandi takt til viðmiðunar:

Waltz 30 taktar/mín. Samba 50 taktar/mín.

Tango 33 taktar/mín. Cha-Cha-Cha 30 taktar/mín.

Viennese Waltz 60 taktar/mín. Rumba 27 taktar/mín.

Slow Foxtrot 30 taktar/mín. Paso doble 62 taktar/mín.

Quickstep 50 taktar/mín. Jive 42 taktar/mín.

 

B-8 Útreikningur úrslita

 

Útreikning úrslita skal byggja á "Skating" reglunum fyrir samkvæmisdans. Helst skal innsláttur úrslita framkvæmdur á tveimur tölvum, eftir forriti viður­kenndu af stjórn DSÍ. Á Íslandsmeistaramótum skal reikna tvisvar þ.e. öll úrslit skal slá inn tvisvar. Úrslit skulu staðfest af útreikningsstjóra og mótsstjóra.

B-9 Úrslit

Úrslit skulu tilkynnt í lok keppni. Skýrslu um öll úrslit ásamt skýrslu mótsstjóra skal skila til stjórnar DSÍ innan 14 daga frá því keppni fór fram.

B-10 Framkoma og agi

Keppendum og mótsgestum ber að hlíta fyrirmælum mótsstjóra. Mótsstjóra er heimilt að vísa af keppnisstað þeim sem ekki hlíta fyrirmælum. Mótsstjóri skal geta um slík tilvik í móts­skýrslu sinni til stjórnar DSÍ sem tekur ákvörðun um frekari málsmeðferð.

 

B-11 Mótmæli og kærur

 

B-11.1 Öllum athugasemdum, mótmælum og kærum á danskeppni skal koma til mótsstjóra og verða að vera skrifleg. Mótsstjóra ber að sinna slíkum erindum svo fljótt sem auðið er. Úrskurður mótsstjóra á keppni er endanlegur.

B-11.2 Mótsstjóri skal í mótsskýrslu eftir hverja keppni greina frá öllum athugasemdum sem berast með ofangreindum hætti og ef mótsstjóra hefur reynst nauðsynlegt að beita þeim agaákvæðum sem hann hefur heimild til. Stjórn DSÍ skal síðan taka afstöðu til hvort ástæða er til að fara með þessi mál í samræmi við dóms og refsiákvæði ÍSÍ.

 

B-12 Leyfileg spor með grunnaðferð

 

B-12.1 Technique

The latest edition of the following technique books are the base for restricted syllabus:

Technique of Latin Dancing by Walter Laird (IDTA)

Technique of Latin Dancing - SUPPLEMENT by Walter Laird (IDTA - first ed. 1997)

The revised Technique of Latin American Dancing (ISTD)

The revised Technique by Alex Moore

The Ballroom Technique by the Imperial Society (ISTD)

As a base for all Latin American Figures the technique and principles explained in Technique of Latin Dancing by Walter Laird are recommended.

B-12.2 Figures

Any figures including notes, special notes and amalgamations are allowed except: Contra Check and Left Whisk in Waltz and Oversway and contra Check in Tango.

B-12.3. Alignments, Positions, Amount of Turns

Alignments, commencing and ending positions and amount of turns have to be danced as described in the charts or notes. It is not allowed to dance only parts of the figures unless otherwise stated in the technique book.

B-12.4 Precedes and Follows

As precedes and follows any connections are allowed, as long as they follow the above mentioned rules (alignment, amount of turn, commencing and ending positions).

B-12.5 Standard Dances

Waltz: All the specified figures except: Contra Check Left Whisk

Tango: All the specified figures except: Oversway Contra Check

Slow Foxtrot: Including: Back Feather (as an independent figure)

Quickstep: Including: Open Natural Turn from PP (as an independent figure). Running finish may be ended in PP

Viennese Waltz: Specified figures: Natural Turn, Reverse Turn, Change from Natural to Reverse Turn forward or backward, Change from Reverse to Natural Turn forward or backward

B-12.6 Almenn regla fyrir alla dansa er að "Lyftur" eru stranglega bannaðar í öllum dönsum. "Lyftur" eru skilgreindar sem hreyfing þar sem annar dansara hefur hvorugan fót á gólfinu og hefur stuðning og/eða hjálp frá dansfélaga sínum til þess að ná þessari stöðu.

 

C) Keppendareglur:

C-1 Þátttökutilkynningar-Skráning

C-1.1 Þátttökutilkynningar skulu vera gerðar með vitund og vilja keppenda.

C-1.2 Þátttökutilkynningar skulu gerðar á ábyrgð félaganna og skal mótanefnd/mótshaldari fá staðfestingu frá stjórn félaganna er varðar þetta.

C-1.3 Þegar pör eru skráð í keppni verður að skrá kennitölu keppanda. Mótanefnd/­móts­haldara er heimilt að neita skráningu sé kennitölu ekki getið í skráningu.

C-1.4 Par sem er í sitthvoru dansfélaginu getur aðeins keppt fyrir annað félagið.

C-1.5 Einungis er heimilt að skrá keppanda í einn keppnisflokk. Undantekning frá þessu er að keppendum í flokki ungmenna er heimilt að keppa samhliða í flokki fullorðinna og að keppendum í flokki seniora er heimilt að keppa í flokki fullorðinna.

C-1.6 Ágreining um réttmæti þátttöku íþróttamanns til keppni skal vísað til Móta­nefndar. Ef viðunandi niðurstaða fæst ekki skal viðkomandi leyft að keppa með fyrirvara, og málinu vísað til stjórnar DSÍ, eða viðkomandi héraðssambands eða bandalags.

C-2 Keppnisréttur

Einungis meðlimum í félögum innan vébanda DSÍ er heimil þátttaka í Íslands­meistaramótum í samkvæmisdönsum. Ef dansfélag skráir keppanda til þátt­töku í keppnum á vegum móta­nefndar er litið svo á að með því sé verið að staðfesta að keppandi uppfylli áðurnefnt skilyrði.

C-3 Keppendur af blönduðu þjóðerni

Til að mega taka þátt í Íslandsmeistarakeppni í samkvæmisdönsum verður annar keppenda hjá skráðu danspari að vera íslenskur ríkisborgari. Einnig má parið ekki hafa keppt fyrir aðra þjóð í keppnum viðurkenndum af IDSF síðustu 12 mánuði áður en Íslandsmeistaramót fer fram. Hvað varðar þátttöku í öðrum keppnum erlendis vísast til alþjóðareglna sem gilda um ríkisfang vegna þátttöku í Heims- og Evrópumeistaramótum auk reglna Alþjóða Ólympíu­nefndarinnar.

 

C-4 Keppnisflokkar

C-4.1 Keppnisflokkar eru sjö:

F Keppni með frjálsri aðferð

Iðkendur sem keppa í dansi með frjálsri aðferð

K Keppni með grunnaðferð fyrir lengra komna

Iðkendur sem keppa í dansi með grunnaðferð sem keppnisíþrótt

A Keppni með grunnaðferð fyrir þá sem hafa keppt áður

Iðkendur sem eru einungis í hóptímum, taka ekki fasta einka­tíma, og klæðast ekki keppnisklæðnaði

B Keppni með grunnaðferð fyrir þá sem hafa ekki keppt áður

Iðkendur sem eru byrjendur í dansi og klæðast ekki keppnis­­klæðnaði

A/D Dömuflokkur fyrir þær sem keppt hafa áður

Sömu reglur og í flokki "A"

B/D Dömuflokkur fyrir þær sem ekki hafa keppt áður

Sömu reglur og í flokki "B"

K/D Dömuflokkur fyrir þær sem eru lengra komnar

Sömu reglur og í flokki "K"

C-4.2 Iðkendur dansa aðeins eitt ár í byrjendaflokki. Síðan færast þeir upp í "A" flokk. Að öðru leyti gilda reglur um flutning milli flokka.

C-5 Aldursskipting

C-5.1 Eftirfarandi aldursskipting gildir í keppnum:

Börn O 7 ára og yngri keppa ekki (sýningarflokkar)

Börn I 8- 9 ára á almanaksárinu

Börn II 10-11 ára á almanaksárinu

Unglingar I 12-13 ára á almanaksárinu

Unglingar II 14-15 ára á almanaksárinu

Ungmenni 16-18 ára á almanaksárinu

Fullorðnir 19-34 ára á almanaksárinu

Senior 35 ára og eldri á almanaksárinu

C-5.2 Börnum 7 ára og yngri er heimilt að keppa í flokknum Börn.

C-5.3 Ungmennum er heimilt að taka þátt í flokki fullorðinna og seniorum er heimilt að keppa í flokki fullorðinna.

C-5.4 Í öllum aldursflokkum nema í flokki Senior má annar dansaranna vera yngri. Heimilt er að sameina flokka I og II í sama aldursflokk,i t.d. Börn I og Börn II í flokkinn Börn nema á Íslandsmeistaramótum. Sameina má dömu og blandaða flokka innan sama aldurshóps í sama keppnisflokk, nái þeir ekki að fylla sex pör. Á Íslands­meistara­móti í gömlum dönsum má sameina F og K flokka innan sama aldurshóps. Heimilt er að skipta flokki fullorðinna í Fullorðnir I sem eru 19-24 ára og Fullorðnir II sem eru 25-34 ára á almanaksárinu. Einnig má skipta flokki seniora í Senior I sem eru 35-49 ára og Senior II sem eru 50 ára og eldri á almanaksárinu.

 

C-6 Flutningur milli flokka

 

C-6.1 Keppendur skulu flytjast milli aldursflokka eftir því sem aldur segir til um.

C-6.2 Keppendur skulu flytjast milli keppnisflokka sem hér segir: Keppendur í B flokki flytjast í A flokk á næsta Íslandsmeistaramóti sem parið tekur þátt í. Keppendur í A flokki ráða því sjálfir hvenær þeir flytjast í K flokk eða F flokk. Keppendur í K flokki ráða því sjálfir hvenær þeir flytjast í F flokk.

C-6.3 Til þess að mega flytja til baka í flokkinn sem parið fluttist úr gildir sú almenna regla, að líða verði 6 mánuðir frá síðustu þátttöku parsins í Íslandsmeistaramóti til þess að mega snúa til baka. Þetta gildir einnig ef við­kom­­andi dansar með nýjum dansfélaga. Þegar skipt er um aldursflokk er ekki hægt að færast niður um keppnisflokk.

C-6.4 Við flutning milli flokka sem keppa með grunn­sporum eða með frjálsri aðferð á Íslandsmeistaramótum þá gildir sú regla að par sem tekur þátt í Íslandsmeistaramóti með frjálsri aðferð má ekki keppa á Íslandsmeistaramóti með grunnsporum. Ef par vill snúa aftur í flokk sem keppir í grunnsporum, þá þurfa að líða 6 mánuðir frá síðustu þátttöku þeirra á Íslandsmeistaramóti með frjálsri aðferð uns þau mega taka þátt í keppni í grunnsporum á ný. Þetta gildir einnig ef viðkomandi dansarar dansa með nýjum dansfélaga sem ekki hefur keppt áður á Íslandsmeistaramóti með frjálsri aðferð.

 

C-7 Framkoma

C-7.1 Keppandi skal koma heiðarlega og drengilega fram við keppinauta sína og eigi beita óleyfilegum brögðum. Hann skal sýna dómurum og starfsmönnum mótsins tilhlýðilega virðingu og eigi fara niðrandi orðum um þá eða áhorfendur.

C-7.2 Keppandi skal ávallt reyna að gera sitt besta og eigi hætta keppni að ástæðulausu. Keppandi er sjálfur ábyrgur fyrir því að persónulegar upplýs­ingar séu réttar, svo sem aldur, flokkur og keppnisréttindi. Hann æfir sig og keppir á eigin ábyrgð, og ber Mótanefnd/mótshaldari því enga ábyrgð á meiðslum, er hann kann að verða fyrir.

C-7.3 Keppandi skal tilkynna forföll í tæka tíð og má enginn ganga úr keppni, þótt hann hafi lögleg forföll, án þess að tilkynna það keppnistjóra eða mótsstjórn. Brot á þessu varðar áminningu eða missi keppnisréttar um ákveðinn tíma.

 

C-8 Lyfjamisnotkun

 

C-8.1 Lyfjamisnotkun er stranglega bönnuð. Lyfjamisnotkun er notkun og dreifing efna sem eru á bannlista Alþjóða Ólympíunefndarinnar.

C-8.2 Allir dansarar verða, ef um það beðnir, að fara í lyfjapróf. Neitun við slíkri beiðni telst sem "jákvæð" niðurstaða og verður meðhöndluð sem slík.

C-8.3 Um framkvæmd lyfjaprófa gilda reglur ÍSÍ.

E) Reglur um þátttöku í HM og EM

E-1 Úrtökumót

Úrtökumót fyrir HM og EM skulu vera Íslandsmeistaramót í sam­kvæmis­dönsum, 10 dansa og 5+5 dansa ár hvert.

Úrtökumót það sem næst stendur viðkomandi EM eða HM móti skal skera úr um þátt­takendur á því móti.

Stjórn DSÍ er heimilt ef nauðsyn krefur, að víkja frá þeirri reglu að Íslands­meistaramót skulu vera úrtökumót fyrir EM og HM. Skal þá haldið sérstakt úrtökumót, og skal það auglýst og kynnt samanber reglur um auglýsingar varðandi Íslandsmeistaramót ef mögulegt er.

 

E-2 Þátttökuréttur

 

Fyrstu tvö verðlaunasætin í 5+5 dansa móti og fyrsta sæti í 10 dansa móti öðlast rétt til þátttöku á HM og EM fyrir Íslands hönd.

Stjórn DSÍ er heimilt að leita til verðlaunahafa í þriðja og fjórða sæti í 5 og 5 dansa móti, í réttri röð, ef um forföll er að ræða í tveimur fyrstu sætunum til þátttöku á HM. Í 10 dansa móti er heimilit að leita til verðlaunahafa í 2. sæti til þáttöku á EM.

 

F) Félagaskiptareglur

 

F-1 Félagaskipti skulu fara fram á eftirfarandi tímabilum:

frá 1. júní til 20. september

frá 20. desember til 20. janúar

F-2 Til þess að félagaskipti geti farið fram þarf að tilkynna stjórn DSÍ um félagaskiptin og þarf að fylgja yfirlýsing frá fráfarandi félagi um að allar skuldir iðkanda við félagið séu greiddar. Nota skal eyðublað DSÍ um félagaskipti.

F-3 Komi upp ágreiningur um félagaskipti skal stjórn DSÍ úrskurða í málinu.

F-4 Viðurlög við brotum á reglum þessum varðar beitingu dóms- og refsiákvæða ÍSÍ.

 

isi

wdsf logo

Dansíþróttasamband Íslands

Íþróttamiðstöðinni Engjavegi 6

104 Reykjavík