Fréttir

Danspar ársins 2016

Stjórn Dansíþróttasambands Íslands hefur valið dansparið Nikita Bazev og Hönnu Rún Óladóttur sem danspar ársins 2016.

Nikita og Hanna Rún keppa í samkvæmisdönsum, latin dönsum. Þau hafa dansað saman frá byrjun árs 2013 og hafa keppt fyrir hönd Íslands frá þeim tíma.  

 

Í gegnum árin hefur Hanna Rún unnið fjölda Íslands- og bikarmeistaratitla., keppt á Heims- og Evrópumeistaramótum og náð langt á keppnum erlendis. Nikita á einnig glæstan dansferil en hann varð Þýskalandsmeistari og keppti á Heims- og Evrópumeistaramótum, þá fyrir hönd Þýskalands. Hann hefur unnið stórar keppnir í gegnum tíðina og má þar nefna German Open bæði í Junior og Rising Star. Hann var einnig í undanúrslitum á UK Open sem er eitt stærsta opna mót á heimsmælikvarða.

 

Á þessu ári hafa þau náð glæsilegum árangri í latin dönsum. Þau urðu Íslands- og bikarmeistarar. Kepptu á Heims- og Evrópumeistaramótum og Heims og Evrópubikarmótum. Auk þessarra móta kepptu þau á átta alþjóðlegum mótum.

Þeirra besti árangur var að komast í úrslit á Evrópubikarmótinu í latin dönsum en þar lentu þau í 6. sæti.

Lengst af ársins 2016 voru Nikita og Hanna í 49. sæti á heimslista í latin dönsum.

 

Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan árangur. 

 

13320762 10209232512560687 3331504871713244646 o

 

isi

wdsf logo

Dansíþróttasamband Íslands

Íþróttamiðstöðinni Engjavegi 6

104 Reykjavík