Fréttir

Tilkynning frá Stjórn DSÍ

Stjórn DSÍ vill vekja athylgi á því að búið er að gera tvær breytingar á vef DSÍ.

  • Undir "Upplýsingar og reglur" er búið að uppfæra og setja inn nýjar reglur.
  • Undir "Fundargerðir" ef búið að setja inn fundargerðir stjórnar á yfirstandandi keppnisári. Frá maí 2015-nóvember 2015. Fleiri fundargerðir munu svo birtast innan skamms.

 

Breyting á mótanefnd:

Sú breyting hefur orðið á mótanefnd að Guðrún Björk Friðriksdóttir hefur tekið við sem formaður mótanefndar. Fráfarandi formaður, Þórður Rafn Ragnarsson heldur áfram sæti sínu í mótanefnd og mun halda áfram að taka að sér keppnisstjórn. Hönum eru þökkuð vel unnin störf sem formaður.

 

Næsta mót

Næsta mót verður haldið í Laugardalshöllinni 23. og 24. apríl og mun það mót vera það síðasta á yfirstandandi vetri. Er þetta Íslandsmeistaramót meistaraflokks í standard dönsum, Íslandsmeistaramót í hæsta getustigi grunnspora, bikarmeistaramót meistaraflokks í latín dönsum og jafnframt almennt grunnsporamót.

 

Mótið hefst kl. 10 og hvetjum við alla sem áhuga hafa á dansi að koma.

 

Kær kveðja

Stjórn DSÍ

 

isi

wdsf logo

Dansíþróttasamband Íslands

Íþróttamiðstöðinni Engjavegi 6

104 Reykjavík