Forsíða

RIG 2017

Reykjavík International Games - Reykjavíkurleikarnir 2017:

 

Opnað hefur verið fyrir skráningu á opna dansmótið sem haldið verður 29. janúar á Reykjavíkurleikunum. Skráningarfrestur er til miðnættis sunnudagsins 15. janúar.

 

Keppnin fer fram í Laugardalshöllinni. Áætlað er að keppni hefjist kl. 8:00 og standi til 16:00 en það fer eftir skráningu. Húsið opnar kl. 7:00. 

 

5 erlendir dómarar munu koma að dæma á RIG. 

 

Aðgangseyrir er 2000 kr. og er frítt fyrir 10 ára og yngri og eldri borgara. Keppnisgjald eru 4000 kr. á mann. Hægt er að kaupa sæti við borð á 1000 kr. sætið með því að hafa samband við This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Keppninni mun ljúka í öllum flokkum seinni part dags. Úrslit í meistaraflokki unglinga II latin, ungmenna standard og fullorða latin fer fram í beinni útsendingu á RÚV frá c.a. 20:00-21:00 ásamt verðlaunaafhendingu.

 

Keppt verður í öllum flokkum en ungmenni munu ekki geta keppt í fullorðinsflokki. Sjö erlend pör munu keppa á RIG og keppa þau í flokki unglinga II, ungmenna og fullorðna.

 

Hátíðarkvöldverður verður frá um 19:00-20:00. Hægt verður að panta miða á kvöldverðinn en það verður auglýst síðar þegar nær dregur.

 

 

 

isi

wdsf logo

Dansíþróttasamband Íslands

Íþróttamiðstöðinni Engjavegi 6

104 Reykjavík